Æfingarhóparnir, fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði eða tekið bronspróf í hundafimi eru á sunnudögum í reiðhöll Andvara á Hattarvöllum í Garðabæ. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu hundafiminnar
Íþróttadeild HRFÍ heldur reglulega námskeið í hundafimi. Tíma- og dagsetningar eru auglýstar með góðum fyrirvara. Skráning á biðlista og frekari upplýsingar eru veittar í ithrottadeild@gmail.com Við skráningu þarf að koma fram :
Nafn
Kennitala
Sími
Netfang
Nafn hunds
Aldur hunds og tegund
Hundur þarf að vera orðin 1 árs og hafa farið á grunnnámskeið í hlíðni eða tekið bronspróf í hundafimi. Hundurinn þarf ekki að vera hreinræktaður eða meðlimur í HRFÍ til að æfa hundafimi.