• Heim
  • Æfingarhópar
    • Gjaldskrá
  • Upplýsingar
    • Íþróttadeild Hrfí
    • Þjálfararnir
    • Reglur
    • Úrslit móta
    • Hafðu samband
  • Tækin
  • Greinar
  • Myndir
    • Æfingar
    • Sýningar
    • Keppnir
    • Göngur

Aðalfundur og nýjungar

4/1/2014

0 Comments

 
Aðalfundur deildarinnar var haldinn 8.mars og búið er að halda fyrsta stjórnarfund. Sitjandi stjórn í dag er sama og í fyrra.  Anna Björnsdóttir (formaður), Rúnar Tryggvason (ritari), Monika Karlsdóttir (gjaldkeri), Anna Hermannsdóttir (meðstjórnandi) og Silja Unnarsdóttir (meðstjórnandi). Einnig var skipað í nefndir og bjóðum við þeim nefndarmönnum velkomna til starfa um leið og við þökkum aðstoð þeirra til starfa fyrir deildina. Nánari verður tilkynnt um nefndarmenn á krækju um stjórn og nefndir á heimsíðunni fljótlega. 

Gaman er að segja frá því að mikið stendur til á komandi ári bæði hvað varðar hundafimi og aðrar íþróttir með hundum. Ef við fáum góðar undirtektir er hugmyndin að bæta við hluti eins og lyktarboðhlaup (scent hurdles) og aðrar í kjölfarið eins og rekstrarbolti (Treibball) og rallý hlýðni. Með það í huga vantar fleiri áhugasama aðila í nefndir innan deildarinnar þar sem stjórn getur ekki sinnt þessu öllu sjálf. Þessar íþróttir verða á byrjendastigi og mikið til prufu starfsemi s.s. ekki keppt í þeim opinberlega næstu árin heldur aðallega æfingar og opnum keppnum þegar næg þátttaka hefur myndast. Hafðu samband ef þú hefur brennandi áhuga, getu og vilja til að hjálpa okkur koma nokkrum íþróttum á legg hér heima. 

Hundafimi er stundað á fullu innan deildarinnar og vantar alltaf fólk til aðstoðar við keppnir, endilega látið vita ef þú getur rétt okkur hjálparhönd.

Opnir tímar deildarinnar: Hundur og eigandi þurfa að hafa góða þekkingu á hundafimi til að taka þátt í opnu tímunum til að trufla ekki aðra, koma í veg fyrir slys og til að ná sem bestum árangri í tímunum. Mikilvægt er að þeir sem mæta séu búnir að fara á námskeið í hundafimi og kunna á öll tækin. Opnir tímar eru ekki kennslustundir þó er alltaf einn leiðbeinandi eða aðstoðarmaður á staðnum og er velkomið að biðja um aðstoð eða ráðleggingar. Þeir hundar sem lokið hafa hundafimi námskeiði hjá Hundaskóla Hrfí eru velkomnir í tímana sem haldnir eru á sunnudagskvöldum milli 20-21. Hægt er að borga á staðnum eða kaupa tímakort hjá Hundaræktarfélagi Íslands (Síðumúla 15).

Nýtt fyrirkomulag hefur einnig tekið gildi til að hleypa fleiri að í opnu tímum deildarinnar. Viljum við í stjórn hvetja alla þá sem áhuga hafa á hundafimi að mæta í keppni hjá deildinni. Við höfum ákveðið að opna fyrir þann möguleika að ef þú telur hundinn hafa þekkingu en hafið lært annarsstaðar en hjá Hrfí er velkomið að sýna fram á kunnáttuna með því að mæta í keppni á vegum Íþróttadeildar. Tekið verður mið út frá getu þar. Keppnir eru opnar öllum þó þarftu að hafa keppnisbók gefna út af Hrfí (nema annað sé tekið fram) svo hægt sé að skrá árangur og fást þær hjá deildinni. Nýja fyrirkomulagið gengur út á að hundur nái gildri braut innan hámarkstíma (HTB) sem er 2x viðmiðunartíma (VTB). Gerist það er greinilegt að þekkingin er til staðar og þú getur fengið að mæta í opnu tíma deildarinnar í kjölfar til að fínpússa og æfa. Nokkrar keppnir eru haldnir á hverju ári og vonumst við til að geta bætt við opnum keppnum á árinu en það veltur að sjálfsögðu á þátttöku.

Einnig höfum við ákveðið að taka upp stöðupróf sem er byggð á fyrirmynd frá norska hundaræktarfélaginu en það er svokallað bronsmerkjapróf í hundafimi. Þú þarft ekki keppnisbók til að geta tekið þátt í bronsmerkjaprófi Íþróttadeildar. Prófin eru opin öllum. Nánar verður fjallað um bronsmerkjaprófið á heimasíðunni og verður fyrsta prófið auglýst fljótlega. Hugsanlega er hægt að halda slík á eins til tveggja mánaða fresti, þannig að endilega skrá þig ef þú vilt komast í stöðupróf. Bronsmerkjaprófið er líka ætlað þeim sem vilja prófa að keppa áður en þeir skrá sig í gilda keppni þar sem þetta verður í raun einskonar byrjendaflokkur.  Standist hundur bronsmerkjapróf í hundafimi er honum heimilt að mæta í opna tíma.

Vonumst við til að sjá sem flesta keppa á þessu ári.

Næsta keppni deildarinnar verður 31. maí



0 Comments



Leave a Reply.

    Íþróttadeild HRFÍ

    Íþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi. 

    Archives

    September 2022
    February 2022
    September 2021
    September 2020
    May 2020
    March 2020
    October 2019
    August 2019
    May 2019
    September 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    October 2013
    September 2013
    August 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Æfingarhópar
    • Gjaldskrá
  • Upplýsingar
    • Íþróttadeild Hrfí
    • Þjálfararnir
    • Reglur
    • Úrslit móta
    • Hafðu samband
  • Tækin
  • Greinar
  • Myndir
    • Æfingar
    • Sýningar
    • Keppnir
    • Göngur