Stjórn Íþróttadeildar hefur ákveðið þá nýbreytni að halda reglulega bronsmerkjapróf Íþróttadeildar í hundafimi.
* Bronsmerkjaprófið samanstendur af lágmark 15 tækjum í kontakt braut. * Standast verður brautina bæði tímalega og villulega. * Reglur um bronsmerkjaprófið má finna undir reglum. * Allir hundaeigendur eru velkomnir í bronsmerkjapróf hvort sem þeir eru innan HRFÍ eða utan. * Hundur verður að vera orðin 1 árs gamall og vera heilsuhraustur til að taka bronsmerkjaprófið. * Boðið er upp á þetta sem inntökupróf í opnu tímana í stað þess að fara á námskeið. * Einnig verður áfram boðið upp á námskeið í hundafimi eins og áður hefur verið. * Til að koma í opnu tímana verður hundur að vera alltaf undir stjórn þó hann sé laus innan um aðra hunda. * Kostnaður við bronsmerkjapróf er 3500 kr * Skráning í bronsmerkjapróf Íþróttadeildar er í [email protected] Koma verður fram í skráningu -Nafn, -Kennitala, -Nafn hunds -Tegund Skráning og greiðsla verður að berast viku fyrir áætlaðan próftíma. Fyrsta bronsmerkjapróf í hundafimi verður fimmtudaginn 24 apríl, kl 16 í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum.
0 Comments
Leave a Reply. |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|