Fulltrúaráðsfundur HRFÍ var haldinn miðvikudagskvöldið 31. Október. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ræddi við fundarmenn um lausagöngu hunda, fjölda skráðra hunda og breytta hundasamþykkt. Nú megum við td vera með hundana okkar á Laugaveginum og miðbænum (í taumi að sjálfsögðu) og eins hafa reglur um samþykki íbúa í fjöleignarhúsum breyst. Hún ræddi um hundaleyfisgjöldin og hvort að hægt sé að umbuna góðum hundaeigendum en það myndi reynast nokkuð erfitt í framkvæmd. Þingmaðurinn Magnús Orri Schram ræddi við okkur um frumvarp sitt, Ólínu Þorvarðardóttur og Helga Hjörvars um gæludýravegabréf. Rætt var um hvort að ekki væri betra að ráðast ekki á garðinn þar sem að hann er hæstur og byrja á undanþágum fyrir td. þjónustuhunda og rústaleitarhunda Alþjóðasveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flutningsmönnum frumvarpsins gengur erfiðlega að afla fylgis við það í óbreyttri mynd og er mikilvægt kynna málið vel. Ákveðið var að halda opinn félagsfund HRFÍ og fá fulltrúa frá Matvælastofnun (MAST) til okkar og fá að heyra þeirra hlið málsins. Theodóra Róbertsdóttir kom í pontu og ræddi um fjárhag Unglingadeildarinnar svo að sómi var að. Þau hafa setið undir gagnrýni þess efnis að HRFÍ sé að borga undir þau keppnisferðir erlendis en raunin er sú að þau safna fyrir ferðunum sjálf að megninu til og fá styrki frá fyrirtækjum. Prófstjóri í síðasta prófi Fuglahundadeildar ræddi um níðandi skrif manna á netinu um starfsmenn veiðiprófa og voru allir fundarmenn sammála um að mál væri að setja ákvæði um níðandi netskrif í grundvallarreglur félagsins. Eins var rætt um næstu sýningu og augnskoðun henni tengdri og fjölda augnskoðana á næsta ári. Skapgerðarmatið var rætt og eilífan skort á sjálfboðaliðum til að starfa við þá vinnu. Ef að meðlimir Íþróttadeildar hafa áhuga á að hjálpa til við skapgerðarmöt af og til yfir sumartímann hafið endilega samband við skrifstofu HRFÍ. Þetta er afar skemmtileg vinna og gaman að fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við áreiti. Kveðja, Guðrún Katrín
0 Comments
Leave a Reply. |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
September 2022
|