• Heim
  • Upplýsingar
    • Íþróttadeild Hrfí
    • Þjálfararnir
    • Reglur
    • Úrslit móta
    • Hafðu samband
  • Æfingarhópar
  • Námskeið
    • Skrá á Námskeið
  • Gjaldskrá
  • Tækin
  • Greinar
  • Myndir
    • Æfingar
    • Sýningar
    • Keppnir
    • Göngur

Námskeið

Í hundafimi eru nokkur námskeið í boði eftir aldri stjórnanda og hunds og reynslu. 

Grunnnámskeið

Reglulega eru haldin grunnnámskeið í hundafimi.  Þetta námskeið er 8 verkleg skipti, 1 bóklegur tími og námskeiðinu lýkur svo með bronsprófi. 80% mætingarskylda er á námskeiðinu til að öðlast mætingarrétt í opnu tímanna. Verklegu tímarnir eru kenndir í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15 og verklegu tímarnir í reiðhöll Spretts á Kjóavöllum í Garðabæ.  Námskeiðið hentar öllum öllum hundum af öllum stærðum og gerðum. Einu kröfurnar eru að hundurinn sé orðinn 12 mánaða gamall og búinn með grunn í hlýðni s.s. hvolpa eða grunnnámskeið eða hefur lokið bronsprófi í hlýðni. 

Grunnnámskeið fyrir börn og unglinga - verður ekki haldið á næstunni

Sama námskeið og hefðbundið grunnnámskeið en stjórnandinn er 12 -16 ára. Þetta námskeið er 8 verkleg skipti, 1 bóklegur tími og námskeiðinu lýkur svo með bronsprófi. 80% mætingarskylda er á námskeiðinu til að öðlast mætingarrétt í opnu tímanna. Verklegu tímarnir eru kenndir í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15 og verklegu tímarnir í reiðhöll Spretts á Kjóavöllum í Garðabæ.  Námskeiðið hentar öllum öllum hundum af öllum stærðum og gerðum. Hundurinn þarf að vera orðinn 18 mánaða til að taka þátt í þessu námskeiði og búinn með grunn í hlýðni s.s. hvolpa eða grunnnámskeið eða hefur lokið bronsprófi í hlýðni. Hægt er að nota Frístundarkort upp í þetta námskeið. 

​Bronsmerkjaprófs námskeið

5 skipta örnámskeið fyrir þá sem vantar að rifja upp tækin fyrir bronspróf. Námskeiðinu lýkur með bronsprófi í hundafimi.

Örnámskeið

Örnámskeið eru stutt námskeið þar sem ákveðnar æfingar eða ákveðin tæki eru tekin fyrir. Námskeiðin eru yfirleitt kennd í 2-4 tíma í senn fyrir hvern hóp og um 4-6 í hóp.

Kynningartímar

Nokkrum sinnum á ári eru haldnir kynningartímar í hundafimi. Þar geta allir mætt og borgað mætingargjald fyrir að fá að prófa tækin. Kynningartímarnir eru auglýstir reglulega.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Upplýsingar
    • Íþróttadeild Hrfí
    • Þjálfararnir
    • Reglur
    • Úrslit móta
    • Hafðu samband
  • Æfingarhópar
  • Námskeið
    • Skrá á Námskeið
  • Gjaldskrá
  • Tækin
  • Greinar
  • Myndir
    • Æfingar
    • Sýningar
    • Keppnir
    • Göngur