Pokinn er að mörgu leiti líkur göngunum og hafi hundurinn lært göngin á hann yfirleitt mjög auðvelt með að læra að fara í gegnum pokann. Markmiðið er að hundurinn skríði og troði sér í gegn. Pokinn er samansettur af tveimur hlutum, röri eða kassa til að halda pokanum opnum og poka úr efni sem liggur flatur (sjá mynd).
Reglur Ef hundurinn er byrjaður á tækinu, búinn að stinga nefi inn, þá verður hann að halda áfram alla leið í gegn. Ef hann snýr við inni í pokanum og flækir sig þá má eigandi rétta úr pokanum og hjálpa honum í gegn.