Hvað áttu marga hunda? Tvær, eina Border Collie tík sem heitir Vista og dóttir hennar sem heitir Píla
Af hverju hundafimi? Af því að þetta er eitt það skemmtilegasta sem þú getur gert með hundinum þínu, við höfum jafn gaman af þessu báðar.
Uppáhalds tegund? Border collie verður líklegast alltaf á toppnum á vinsældarlistanum hjá mér.
Halldóra - Þjálfari
Nafn: Halldóra Lind Guðlaugsdóttir
Hvað áttu marga hunda? Þrjá, chihuahua tíkina Skuld, Shetland sheepdog tíkina Tuvu og Border Collie tíkina Blue.
Af hverju hundafimi? Skemmtileg íþrótt fyrir bæði hund og eiganda. Hundafimi byggir upp sjálfstraust hundsins og við erum alltaf að vinna með ýmis atriði í hlýðni samhliða, bara á skemmtilegri hátt. Svo skemmir ekki hvað hundafimifólk er skemmtilegur félagsskapur.
Uppáhalds tegund? Shetland sheepdog og border collie eru í uppáhaldi sem hundafimihundar. Cavalier og chihuahua eiga einnig sérstakann stað í hjartanu.
Agnes - Leiðbeinandi
Nafn: Agnes Björk Helgadóttir
Hvað áttu marga hunda? Ég á tvo hunda. Kasper, BC-Golden blending, og Kríu, BC-Labrador blending.
Af hverju hundafimi? Upphafleg fór ég með rakkann minn á námskeið af því að vinkona mín mælti með því. Ég hafði meira gaman af því en hann þannig að það endaði með því að við hættum. Þegar ég fékk tíkina mína ákvað ég að reyna aftur og fara með hana. Hún elskar hundafimi og það hefur styrkt tengslin okkar á milli auk þess sem það veitir henni þá andlegu örvun sem hún þarf. Rakkinn minn fer alltaf með okkur og finnst nú orðið mjög gaman að fara í fimina þó hann geri það á sínum hraða. Hann tók bronspróf í hundafimi í vetur 9 ára gamall.
Uppáhalds tegund? Mig hefur alltaf langað í hreinræktaðan íslending en upp á hundafimina þá er BC í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ingólfur - Leiðbeinandi
Nafn: Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson
Hvað áttu marga hunda? Ég á tvo hunda. Beagle tíkina Coco og Border Collie blendingin Kát.
Af hverju hundafimi? Öll vinna með hundum er skemmtileg og byggir upp gott samband milli hunds og eiganda. Hundafimi er frábært sport sem bæði hundar og menn hafa gaman af. Svo er þetta frábær útrás fyrir ofvirknina hjá okkur báðum
Uppáhalds tegund: Ætli uppáhalds tegundin sé ekki Belgian Malinois, Þar sem þeir eru nógu ofvirkir og til í endalausa vinnu.
Maríanna - Leiðbeinandi
Nafn: Maríanna Magnúsdóttir
Hvað áttu marga hunda? Ég á tvær skvísur þær Töru og Teslu sem eru silky terrier.
Af hverju hundafimi? Mig vantaði eitthvað skemmtilegt til að gera með Töru minni
Uppáhalds tegund: Silky terrier verður alltaf í efsta sæti en svo er poodle, tibetan terrier og Afghan á óskalistanum.
Stefanía - Leiðbeinandi
Nafn: Stefanía Björgvins
Hvað áttu marga hunda? Standard Poodle mæðgurnar Dímu og Nölu svo á ég Bichon Frise tík sem heitir Snædís.
Af hverju hundafimi? Ég byrjaði eginlega alveg óvart í hundafimi en ég fór á námskeið með Dímu árið 2008 (þar sem að systir mín komst ekki með hana) og ég hef ekki hætt síðan. Í dag hef ég farið með allar skvísurnar mínar á námskeið og einnig keppt með þær. Hundafimin hjálpar okkur að tengjast betur og er það skemmtilegasta sem að ég og hundarnir mínir gerum. Uppáhaldstegund? Poodle, Bichon Frise og Shih Tzu.
Anna Birna - í leyfi
Nafn: Anna Birna Björnsdóttir
Hvað áttu marga hunda? Tvær íslenskar tíkur.
Af hverju hundafimi? Mjög skemmtileg íþrótt sem að þú og hundurinn þinn getið skemmt ykkur saman og unnið saman sem lið.