Margir spyrja mig af hverju ég skrifa ekki bók um hundafimi… Hérna er svarið: af því að allt sem mér finnst skipta máli í hundafimi get ég sagt í 10 málsgreinum:
1.Þróaðu traust og got samband við hundinn þinn 2. Haltu hundinum í góðu líkamlegu formi: Fyrir mina hunda er það um tveir tíma á dag í lausahlaup í skóginum og dagslöng fjallganga í hverri viku.
3.Kenndu honum brellur – Eins margar og þú getur látið þér detta í hug, brellur kenna þér hvernig á að kenna, þær kenna hundinum þínum að læra og þær kenna honum líka að það sé gaman að læra, og að þú sért skemmtileg/-ur. Aukaáhrif brellnanna eru að hundurinn er að fullu meðvitaður um eigin líkama og hundurinn lærir hvernig á að nota líkamann. Ég ábyrgist að ef þú kennir hundinum 100 brellur muntu ekki lenda í hoppvandræðum. Aftur enda og heildar meðvitundin um líkamann, jafnvægiið, styrkurinn, krafturinn, teygjanleikinn og liðleikinn sem hundarnir mínir skara svona fram úr í eru allt afleiðing allra brellnanna sem þeir hafa lært. “Of margar brellur” er ekki til. Ef þú hefur engar hugmyndir, geturu fengið einhverjar frá myndbandinu okkar.
4. Kenndu hundinum þínum hlýðni. Hlýðni í háu drifi auðvitað. Það er auðvelt að mótivera hund í þessar 30 sekúndur í hundafimibraut. Það er miklu erfiðara að halda honum áhugasömum fyrir langar mínútur af hælgöngu. Ef þú vilt læra hvernig á að halda hundi áhugasömum, þá er hlýðni leiðin. Ef þú getur gert hælgöngu skemmtilega fyrir hundinn þá er það auðveldur leikur að gera hundafimi skemmtilega.
5.Auktu sjálfsöryggi hundsins – Einungis sjálfsöryggir hundar þora að hlaupa á hámarks hraða. Vertu viss um að hundurinn viti að hann sé Heimsmeistari áður en þú lætur hann taka sig fyrsta hopp.
6.Ekki vera hrædd/-ur við að gera hlutina á þinn hátt.Bækur myndbönd og námskeið eru hjálpsamleg, en enginn þekkir hundinn þinn betur en þú. Sérstaklega eftir að þú ert búin að kenna honum þessar 100 brellur og leikið við hann og hreyft hann á hverjum degi, svo… Treystu eigin innsæi og hvað ÞÚ tekur vera best fyrir hundinn þinn. Forðastu þá sem telja að það sé bara ein leið sem er best. Varaðu þig á þeim sem reyna að telja þér trú um að þú þurfir þessa tegund/aðferð/þjálfunartæki/mynd til þess að ná árangri. Var þér sagt að þú verðir að geta skilið hundinn þinn eftir kyrran fyrir framan fyrsta tækið til þess að geta unnið ? Jæja, ég vinn að minnsta kosti 90% af mínum hlaupum með La. Og hún er ekki kyrr.
7. Ef eitthvað fer úrskeiðis, mundu ávalt að það er þér að kenna, annað hvort þinni þjálfun eða þinni stjórnun. Það eru góðar fréttir þar sem að það gefur þér tækifæri á að laga það sjálf líka. Hlutirnir væru miklu erfiðari ef þeir væru hundinum að kenna. Sem betur fer, koma þeir, ólíkt mannfólki, án allra mistaka.
8. Gleymdu aldrei að úrslitin skipta ekki máli. Útaf hraðanum í mínum hundum, get ég verið með “ljótt” hlaup og samt unnið. Og ég gæti gert ógilt stundum, en það þýðir ekki að hinn hluti hlaupsins hafi ekki verið fullkominn. Hverjum er ekki sama um að fá ógilt hvort sem er ? Ég segi alltaf að allir góðir hundar geri ógilt stundum – það er ekki tilfellið ef stjórnandinn er fullkominn líka. En ég ekki enga þannig stjórnendur þ.a…
9.Hundar vinna best þegar þeir vinna fyrir sjálfan sig. Ekki byðja þá um greiða til að vinna með þér. Láttu þá biðja þig um greiða að vinna með þeim.
10.Viltu hundafimiráð ? Ef þú fylgir ráðleggingunum að ofan verður hundafimin svo auðveld að þú þarft ekki á þeim að halda. Farðu bara út og skemmtu þér með hundinum þínum !
Um höfund
Silvia Trkman er orðin heimsþekkt í hundafimiheiminum. Hún og hundurinn hennar La eru margfaldir heimsmeistarar í hundafimi. Hún býr Slóveníu með hundunum sínum þermur, Lo(Vedette of the Gloaming) og La(Simply The Best de Loubajac) eru Pyrenian sheepdog og Border Collie Bu (Even Sweets Granting Pleasure). Hún hefur keppt á heimsmeistaramótum með 3 mismunandi hunda og tekið þátt í hverju móti síðan 1997.