Með vorinu hefst starfsemin !
Íþróttadeildin ætlar að hrinda af stað starfsemi vorsins með þemadögum. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi.
Verðið fyrir hvern dag er 4000 og þá 12.000 fyrir alla dagana. Hægt er að bóka 1, 2 eða alla dagana en það er takmarkað framboð af plássum og þeir sem vilja bóka alla dagana ganga fyrir. Námskeiðin verða haldin í Reiðhöllinni að Hattarvöllum, þar sem við erum vön að vera, en vegna breytinga í höllinni er ekki neitt áhorfenda svæði þar lengi þ.a. gerið ráð fyrir því að mæta með stóla og einhvern aðbúnað fyrir hundana ykkar á deginum :) Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum póstfang deildarinnar - ithrottadeild@gmail.com, ekki verður hægt að hafa samband beint við skrifstofu HRFÍ þar sem að hún er tímabundið lokuð vegna flutninga.
0 Comments
Líkt og varla hefur farið framhjá neinum hefur starf deildarinnar legið niðri vegna sífeldra breytinga sökum samkomutakmarkanna vegna COVID. Núna sér þó fyrir endann á því og við horfum fram til bjartari tíma.
Í mars er ætlunin að byrja með tvö ný holl af lokuðum æfingartímum. Við viljum því biðja alla sem hafa skráð sig á biðlista eftir námskeiði að fylgjast með tövupóstinum sínum því við munum opna fyrir skráningar á næstu dögum. Við erum mjög spennt yfir því að komast loksins aftur af stað með starf deildarinnar og hlökkum til að sjá alla hressa og káta í mars. Aðalfundur verður haldinn á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15, fimmtudaginn 16. september kl 20:00.
Óskum eftir að allir áhugasamir um starf deildarinnar mæti og einnig er óskað eftir frambjóðendum í stjórn. Opið er nú fyrir skráningar í lokaða æfingarhópa. Hóparnir munu æfa saman í lokuðum tímum á sunnudögum undir leiðsögn þjálfara og eru ætlaðir hundum sem hafa lokið grunnnámskeiði eða bronsprófi í hundafimi. Gert er ráð fyrir 8-12 manns í hverjum hóp og ræðst fjöldi hópa eftir skráningu. Tímabilið sem um ræðir er september - október. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í gegnum ithrottadeild@gmail.com.
Ársfundur Íþróttadeildar HRFÍ verður haldinn á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, þriðjudaginn 10. júní kl. 20.00. Farið verður yfir ársskýrslu og ársreikning deildarinnar, kosið verður í stjórn og verður Skugginn afhentur fyrir mestu framfarirnar á árinu 2019.
Við hvetjum alla til að mæta sem vilja hafa áhrif á framtíð hundafimi á Íslandi og óskum jafnframt eftir áhugasömum til að bjóða sig fram í stjórn. Hlökkum til að sjá ykkur! P.s. við ætlum að bjóða þeim sem komast ekki á staðinn að vera með okkur í gegnum fjarfundabúnað. Sendið okkur póst ef þið óskið eftir því á ithrottadeild@gmail.com Opið er nú fyrir skráningar í lokaða æfingarhópa. Hóparnir munu æfa saman í lokuðum tímum undir leiðsögn þjálfara og eru ætlaðir hundum sem hafa lokið grunnnámskeiði eða bronsprófi í hundafimi. Gert er ráð fyrir 8-12 manns í hverjum hóp og ræðst fjöldi hópa eftir skráningu. Tímabilið sem um ræðir er mars - maí. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í gegnum ithrottadeild@gmail.com.
Laugardaginn 26. október bíður deildin upp á örnámskeið í vefinu. Með þessu hefjum við vetrardagskránna fyrir hunda sem hafa lokið grunnnámskeiði eða að öðru leiti hlotið einhverja þjálfun í þessu krefjandi og erfiða tæki. Vefið er tæki sem tekur langan tíma fyrir hundinn að læra og því um að gera að koma og leggja smá áherslu á þetta erfiða tæki. Námskeiðið verður haldið, að venju, í reiðhöll Spretts að Hattarvöllum frá 9-11 á næstkomandi laugardag og skráning fer fram í gegnum netfang deildarinnar - ithrottadeild@gmail.com. Námskeiðið kostar 2000 kr á hund.
Fyrir okkur í deildinni virkaði þetta sem afar fjarlægur draumur en svo er nú ekki lengur, tækin eru KOMIN ! Deildin hefur fest kaup á glænýjum fyrsta flokks tækjum frá Galican, en samskonar tæki er verið að nota á öllum stærstu hundafimimótunum í dag. Gömlu tækin verða núna flest öll tekin úr notkun og munum við einungis kenna á nýju tækin frá og með haustinu. Deildinni barst svo einnig stórkostlega vegleg gjöf frá Petmark á íslandi en þau styrktu deildina um 20 glæný hopp sem eru væntanleg til landsins hvað og hverju. Haustið inniheldur heldur betur hressilegar breytingar fyrir okkur á litla Íslandi !
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag frá og með september verður í boði að taka þátt í lokuðum æfingarhópum. Hóparnir munu æfa saman í lokuðum tímum undir leiðsögn þjálfara. Gert er ráð fyrir 8-12 manns í hverjum hóp og ræðst fjöldi hópa eftir skráningu. Fyrsta tímabilið sem um ræðir er sept - des. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í gegnum ithrottadeild@gmail.com. Opið er fyrir skráningar út ágúst.
|
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
September 2022
|