Nú er mögulegt að senda skráningu á næsta námskeið í hundafimi í gegnum heimasíðuna. Skráningarformið má finna hér - skráning
Við erum þegar farnar að taka við skráningum á næsta grunnnámskeið sem stendur til að byrji í maí. Ekki hika við að skrá þig og hundinn þinn, þið sjáið ekki eftir því !
1 Comment
Fyrsta fundi nýrrar stjórnar er lokið og hefur stjórn skipt með sér verkum. Stjórn skipa nú :
Formaður - Silja Unnarsdóttir Gjaldkeri - Halldóra Lind Guðlaugsdóttir Ritari - Stefanía Björgvinsdóttir Meðstjórnendur - Agnes Björk og Maríanna Magnúsdóttir Við erum spenntar að takast á við ný verkefni. Öll erindi til íþróttadeildar skal senda á [email protected] Sunnudaginn 18. febrúar kl 20 ætlum við að halda kynningartíma í Reiðhöllinni Hattavöllum í Garðabæ (Gömlu Andvarahöllinni).
Prufutíminn kostar 1500 kr á mann og það þarf að koma með pening þar sem við eigum ekki posa. Hundarnir þurfa að vera orðnir 1 árs til að sækja námskeið og er sama krafa gerð um prufutímann. Næsta námskeið mun hefjast 21. febrúar. Það er fullt á fullorðinsnámskeiðið en enn eru 2 pláss laus á unglinganámskeiðið. Hægt verður að skrá sig á biðlista fyrir námskeiðið 21. febrúar eða skrá sig á næsta námskeið sem hefst í byrjun maí á [email protected]. Í skráningu þarf að koma fram nafn eiganda, kennitala, sími og netfang auk nafn, tegund og aldur hundsins. Nánari upplýsingar um atburðin er að finna hér - www.facebook.com/events/589001594779464/ |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|