Þessa dagana er haldin stærsta hundasýning í heimi, Crufts. Hún er stórgóð skemmtun fyrir alla hunda unnendur því þar á uppruna sinn ýmislegt skemmtilegt og hægt er að fylgjast með skemmtiatriðum og keppnum á Youtube rás þeirra þar sem sýnt er beint frá stóra hringnum allan tíman sem dagskrá er í gangi þar. En það skemmtilega er að í ár eru nákvæmlega 40 ár síðan hundafimin varð til sem sýningaratriði í stóra hringnum á Crufts og 38 ár síðan keppt hefur verið í hundafimi. Hundafimi sem íþrótt á því stórafmæli í ár og er orðin 40 ára gömul !
0 Comments
|
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
September 2022
|