2018 er búið að vera skemmtilegt en krefjandi. Stjórnin, með aðstoð frá meðlimum deildarinnar, er búin að vinna hörðum höndum að fjáröflun til að hægt sé að kaupa ný tæki fyrir hundafimina. Haldin voru námskeið seinast vor í þeim tilgangi. Námskeiðin gengu mjög vel og við hlökkum til að fá þann fríða hóp í opnu tímanna með okkur.
Íþróttadeildin sá um sjoppuna á sumarsýningum HRFÍ með góðum árangri og mikilli vinnu. Þetta hafði með góðum styrktaraðilum og frábærum sjálfboðaliðum. Við nálgumst óðum markmið okkar og vonandi getum við keypt ný tæki áður en langt um líður. Opnu tímarnir byrjuðu aftur sunnudaginn 9. september. Við erum að gera tilraun núna til að bjóða upp á fleiri valmöguleika fyrir fólk til að æfa þannig opnir tímar verða nú í boði kl 10 á morgnanna og kl 20 á kvöldin. Ný námskeið hófust einnig 9. september, grunnnámskeið og bronsnámskeið, og erum við ansi spenntar fyrir þessum nýja hóp hunda og eigenda. |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|