Árshátíð Íþróttadeildar var haldið í gær 9 maí 2015 á veitingastaðnum Potturinn og pannan.. Frábær matur og frábær og skemmtilegur félagsskapur.. Skugginn var afhendur (fyrir mestu framför ársins)farandbikar afhendur til geymslu í eitt ár. Anna Sigriður Einarsdóttir og Skutla fengu hann þetta árið fyrir mestu framför árið 2014. Einnig fengu þær verðlauna pening til eignar og vegleg verðlaun.. Medalíuna fyrir bestu mætinguna fékk Stefanía Björgvinsdóttir og hundarinir hennar ásamt veglegum verðlaunum. Haldin var tombóla eins og alltaf og voru veglegir vinningar , þeir sem að styrktu okkur í tombólunni og aðra vininga voru eftirfarandi fyrirtæki og þökkum við þeim kærlega fyrir. Kátir hvuttar, Dýrabær, Sláturfélag Suðurlands, Hundahreysti, Julíus-K9, peadhead.is, pepco.is, Garðheimar, Dýrheimar, Premíum og Egf. Takk kærlega fyrir mætingu þeir sem að mættu og skemmtu sér saman í gær og stýrktaraðilar fyrir styrkina...
0 Comments
|
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|