Hvað áttu marga hunda? Tvær, eina Border Collie tík sem heitir Vista og dóttir hennar sem heitir Píla
Af hverju hundafimi? Af því að þetta er eitt það skemmtilegasta sem þú getur gert með hundinum þínu, við höfum jafn gaman af þessu báðar.
Uppáhalds tegund? Border collie verður líklegast alltaf á toppnum á vinsældarlistanum hjá mér.
Halldóra - Þjálfari - Í leyfi
Nafn: Halldóra Lind Guðlaugsdóttir
Hvað áttu marga hunda? Þrjá, chihuahua tíkina Skuld, Shetland sheepdog tíkina Tuvu og Border Collie tíkina Blue.
Af hverju hundafimi? Skemmtileg íþrótt fyrir bæði hund og eiganda. Hundafimi byggir upp sjálfstraust hundsins og við erum alltaf að vinna með ýmis atriði í hlýðni samhliða, bara á skemmtilegri hátt. Svo skemmir ekki hvað hundafimifólk er skemmtilegur félagsskapur.
Uppáhalds tegund? Shetland sheepdog og border collie eru í uppáhaldi sem hundafimihundar. Cavalier og chihuahua eiga einnig sérstakann stað í hjartanu.
Maríanna - Leiðbeinandi
Nafn: Maríanna Magnúsdóttir
Hvað áttu marga hunda? Ég á tvær skvísur þær Töru og Teslu sem eru silky terrier.
Af hverju hundafimi? Mig vantaði eitthvað skemmtilegt til að gera með Töru minni
Uppáhalds tegund: Silky terrier verður alltaf í efsta sæti en svo er poodle, tibetan terrier og Afghan á óskalistanum.