Opnað hefur verið fyrir skráningar í æfingarhópa fyrir haustönn 2022. Önnin er 10 skipti og hefst 1. október. Hvert skipti er 90 mín, fyrri hópurinn byrjar kl 17:00 og seinni hópurinn kl 19:30 og eru hóparnir samsettir af aðilum á svipuðu getustigi. Skráning í æfingarhópana fer fram í gegnum póstfang deildarinnar [email protected]. Æfingarnar fara fram í reiðhöll Spretts á Hattarvöllum í Garðabæ. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu hundafiminnar
Skráning og frekari upplýsingar eru veittar í [email protected] Við skráningu þarf að koma fram :
Nafn
Kennitala
Sími
Netfang
Nafn hunds
Aldur hunds og tegund
Hundur þarf að vera orðin 1 árs og hafa farið á grunnnámskeið í hlíðni. Hundurinn þarf ekki að vera hreinræktaður eða meðlimur í HRFÍ til að æfa hundafimi.