Skráning er í netfangið [email protected]. Koma þarf fram í hvaða brautum þú ætlar að keppa, númer keppnisbókar, nafn hunds og keppanda. Ein braut kostar 2000 kr , tvær brautir kosta 3000 kr, keppnisbók (einungis greitt við fyrstu keppni) 2000 kr. Bronspróf 2000 kr í hvert skifti. Greiða þarf fyrir keppnina til að skráning sé tekin gild. Greiðsla fer fram gegnum Hundaræktarfélagi Íslands, í gegnun heimabanka, reikingsnúmer félagisins er 515-26-707729 Kt. 680481-0249, vinsamlegast senda kvittun á [email protected].
Áhorfendur eru velkomnir í stúku til að horfa á. Einnig vantar okkur alltaf starfsfólk til að vinna á keppninni. Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 3 okt.
0 Comments
Skráning er hafin á námskeiðið. Skráning er í netfangið [email protected]. þetta er 8 klst námskeið , kennt 1 klst í senn í reiðhöll Andvara kjóavöllum kl 19-20 á sunnudagskvöldum. Námskeiðið kostar 27000 kr og þarf að greiðast áður en námskeið hefst á skrifstofu HRFI. Við skráningu þarf að koma fram. nafn , netfang sími, kennitala, nafn hunds, aldur , tegund.
Kynningartími í hundafimi verður í reiðhöll Andavara kjóavöllum kl 19-20 sunndaguinn 10 sept. Koma með venjulegan taum ekki flexi eða keðjur. gott hundanammi, hlý föt. Vera búin að hreyfa hundinn , það er bannað að pissa og kúka inn í höllinni. Tíminn kostar 1000kr vinsamlegast koma með pening við erum ekki með posa. Hundur verður að vera hlíðinn, ekki árásargjarn og vilja vinna með þér. Grunn námskeið byrjar svo sunnudaginn 17 sept. Hundur verður að vera orðin 1 árs til að koma á námskeiðið.
|
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|