Fyrir okkur í deildinni virkaði þetta sem afar fjarlægur draumur en svo er nú ekki lengur, tækin eru KOMIN ! Deildin hefur fest kaup á glænýjum fyrsta flokks tækjum frá Galican, en samskonar tæki er verið að nota á öllum stærstu hundafimimótunum í dag. Gömlu tækin verða núna flest öll tekin úr notkun og munum við einungis kenna á nýju tækin frá og með haustinu. Deildinni barst svo einnig stórkostlega vegleg gjöf frá Petmark á íslandi en þau styrktu deildina um 20 glæný hopp sem eru væntanleg til landsins hvað og hverju. Haustið inniheldur heldur betur hressilegar breytingar fyrir okkur á litla Íslandi !
0 Comments
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag frá og með september verður í boði að taka þátt í lokuðum æfingarhópum. Hóparnir munu æfa saman í lokuðum tímum undir leiðsögn þjálfara. Gert er ráð fyrir 8-12 manns í hverjum hóp og ræðst fjöldi hópa eftir skráningu. Fyrsta tímabilið sem um ræðir er sept - des. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í gegnum [email protected]. Opið er fyrir skráningar út ágúst.
|
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|