Ert þú búin að fara á grunn námskeið í hundafimi ?
Hvernig væri þá að mæta í opnu tímana og halda áfram að æfa og hlaupa með hundinum þínum. Næsta sunnudag kl 20-21 þá verða stöðva þjálfanir , kjörið til að byrja og rifja upp fyrir þig og hundinn þinn. Hlakka til að sjá alla sem eru alltaf á leiðinni ;)
0 Comments
Grunn námskeið í hundafimi er að hefjast sunnudaginn 28 okt.
Þetta er 8 klst námskeið kennt 1 klst í viku í reiðhöll Gusts. Á námskeiðinu er hundi og eigenda kennt á tækin , hvernig þau vinna saman, í lokin eru flestir farnir að hlaupa brautir. Námskeiðið kostar 26000 kr og greiða þarf fyrir það á skrifstofu HRFI áður en námskeið hefst. Hundur þarf að vera orðin 1 árs og vera búin að fara í hlíðniskóla. Hann þarf að kunna að sitja kyrr, liggja kyrr, innkall að vera gott og hundur vinnusamur með þér. Eftir námskeiðið er hægt að mæta í opnu tímana , þar sem að fólk hittist, sem hefur farið á grunn námskeið, og æfir saman hundafimi. Keppir í hundafimi eru haldin 4 sinnum á ári. Frekari upplýsingar er veitt í [email protected] Tíminn kostar 700 kr , til að borga fyrir höllina og ef er afgangur þá fer það til styrkar íþróttadeildinni. Það þarf að koma með venjulegan taum, ekki flexi eða keðjur. Gott hundanammi, skemmtilegt dót. Vera búin að hreyfa hundinn, það er bannað að pissa og kúka inn í höllinni. Megið endilega deila þessu . Kynningartími á hundafimi í reiðhöll Gusts kl 20 miðvikudaginn 10 okt.
Námskeið hefst svo fljótlega upp úr því. Hundafimi er fyrir allar gerðir og tegundir hunda. Blendingar eru velkomnir. Megið endilega láta þetta ganga .. |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|