Árshátíð Íþróttadeildar HRFI var haldið á veitingahúsinu Askur á suðurlandsbraut laugardaginn 7 mai.5/7/2016 Á árshátíðinni var sagt frá því hver fengi Skuggann, sem er farandbikar fyrir mestu framförina á árinu í hundafimi, ásamt medalíu til eignar. Veglega körfu frá Hundahreysti og poka með hundavörum. Þar sem að viðkomandi var ekki á árshátíðinni þá kemur nafnið á vinningsaðilanum síðar. Einnig var veitt verðlaun fyrir bestu mætinguna að þessu sinni var það Ingólfur Óskarsson sem að hafði mætt best. Fékk hann medalíu til eignar, 25 kg matarpoka frá hundaskoli Canis,is og mjög svo veglega körfu frá Hundaheysti. Einnig erum við alltaf með tombólu fyrir alla sem að mæta og fengum við frábæra vinninga frá eftirtöldum aðilum í hana. Sláturfélag Suðurlands, Lýsi hf, Gæludýr.is og hundasnyrtistofan í Gæludýr.is, Blush, Petco, Júlíus K9, Dýrabær, Kátir Hvuttar, Hundaakademían,ATC,Garðheimar, Frábærir vinningar frá þessum frábæru fyrirtækjum og þökkum við þeim kærlega fyrir vinningana.
Þökkum við kærlega fyrir frábæra skemmtun og sammveru í kvöld,, Hundafimifólkið er klárlega skemmtilegasta fólkið.
0 Comments
|
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|