Laugardaginn 26. október bíður deildin upp á örnámskeið í vefinu. Með þessu hefjum við vetrardagskránna fyrir hunda sem hafa lokið grunnnámskeiði eða að öðru leiti hlotið einhverja þjálfun í þessu krefjandi og erfiða tæki. Vefið er tæki sem tekur langan tíma fyrir hundinn að læra og því um að gera að koma og leggja smá áherslu á þetta erfiða tæki. Námskeiðið verður haldið, að venju, í reiðhöll Spretts að Hattarvöllum frá 9-11 á næstkomandi laugardag og skráning fer fram í gegnum netfang deildarinnar - ithrottadeild@gmail.com. Námskeiðið kostar 2000 kr á hund.
0 Comments
Leave a Reply. |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|