Laugardaginn 26. október bíður deildin upp á örnámskeið í vefinu. Með þessu hefjum við vetrardagskránna fyrir hunda sem hafa lokið grunnnámskeiði eða að öðru leiti hlotið einhverja þjálfun í þessu krefjandi og erfiða tæki. Vefið er tæki sem tekur langan tíma fyrir hundinn að læra og því um að gera að koma og leggja smá áherslu á þetta erfiða tæki. Námskeiðið verður haldið, að venju, í reiðhöll Spretts að Hattarvöllum frá 9-11 á næstkomandi laugardag og skráning fer fram í gegnum netfang deildarinnar - [email protected]. Námskeiðið kostar 2000 kr á hund.
0 Comments
Fyrir okkur í deildinni virkaði þetta sem afar fjarlægur draumur en svo er nú ekki lengur, tækin eru KOMIN ! Deildin hefur fest kaup á glænýjum fyrsta flokks tækjum frá Galican, en samskonar tæki er verið að nota á öllum stærstu hundafimimótunum í dag. Gömlu tækin verða núna flest öll tekin úr notkun og munum við einungis kenna á nýju tækin frá og með haustinu. Deildinni barst svo einnig stórkostlega vegleg gjöf frá Petmark á íslandi en þau styrktu deildina um 20 glæný hopp sem eru væntanleg til landsins hvað og hverju. Haustið inniheldur heldur betur hressilegar breytingar fyrir okkur á litla Íslandi !
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á nýtt fyrirkomulag frá og með september verður í boði að taka þátt í lokuðum æfingarhópum. Hóparnir munu æfa saman í lokuðum tímum undir leiðsögn þjálfara. Gert er ráð fyrir 8-12 manns í hverjum hóp og ræðst fjöldi hópa eftir skráningu. Fyrsta tímabilið sem um ræðir er sept - des. Nánari upplýsingar og skráning fer fram í gegnum [email protected]. Opið er fyrir skráningar út ágúst.
Frá og með laugardeginum 1. júní eru í boði opnir tímar á morgnana og verða út júní. Tímarnir eru frá 11-12:30 í reiðhöll Spretts á Hattavöllum. Skráning í tímana verður á facebook líkt og áður. Kvöldtímar á sunnudagskvöldum verða líka í boði, allt eftir skráningu. Deildin fer svo í sumarfrí í júlí.
Gaman er þó að geta að búið er að festa kaup á nýjum tækjum, bæði sem deildin hefur fjármagnað sjálf sem og frá afar gjafmildum styrktaraðila en meira um það þegar tækin koma :) 2018 er búið að vera skemmtilegt en krefjandi. Stjórnin, með aðstoð frá meðlimum deildarinnar, er búin að vinna hörðum höndum að fjáröflun til að hægt sé að kaupa ný tæki fyrir hundafimina. Haldin voru námskeið seinast vor í þeim tilgangi. Námskeiðin gengu mjög vel og við hlökkum til að fá þann fríða hóp í opnu tímanna með okkur.
Íþróttadeildin sá um sjoppuna á sumarsýningum HRFÍ með góðum árangri og mikilli vinnu. Þetta hafði með góðum styrktaraðilum og frábærum sjálfboðaliðum. Við nálgumst óðum markmið okkar og vonandi getum við keypt ný tæki áður en langt um líður. Opnu tímarnir byrjuðu aftur sunnudaginn 9. september. Við erum að gera tilraun núna til að bjóða upp á fleiri valmöguleika fyrir fólk til að æfa þannig opnir tímar verða nú í boði kl 10 á morgnanna og kl 20 á kvöldin. Ný námskeið hófust einnig 9. september, grunnnámskeið og bronsnámskeið, og erum við ansi spenntar fyrir þessum nýja hóp hunda og eigenda. Þessa dagana er haldin stærsta hundasýning í heimi, Crufts. Hún er stórgóð skemmtun fyrir alla hunda unnendur því þar á uppruna sinn ýmislegt skemmtilegt og hægt er að fylgjast með skemmtiatriðum og keppnum á Youtube rás þeirra þar sem sýnt er beint frá stóra hringnum allan tíman sem dagskrá er í gangi þar. En það skemmtilega er að í ár eru nákvæmlega 40 ár síðan hundafimin varð til sem sýningaratriði í stóra hringnum á Crufts og 38 ár síðan keppt hefur verið í hundafimi. Hundafimi sem íþrótt á því stórafmæli í ár og er orðin 40 ára gömul ! Nú er mögulegt að senda skráningu á næsta námskeið í hundafimi í gegnum heimasíðuna. Skráningarformið má finna hér - skráning
Við erum þegar farnar að taka við skráningum á næsta grunnnámskeið sem stendur til að byrji í maí. Ekki hika við að skrá þig og hundinn þinn, þið sjáið ekki eftir því ! Fyrsta fundi nýrrar stjórnar er lokið og hefur stjórn skipt með sér verkum. Stjórn skipa nú :
Formaður - Silja Unnarsdóttir Gjaldkeri - Halldóra Lind Guðlaugsdóttir Ritari - Stefanía Björgvinsdóttir Meðstjórnendur - Agnes Björk og Maríanna Magnúsdóttir Við erum spenntar að takast á við ný verkefni. Öll erindi til íþróttadeildar skal senda á [email protected] |
Íþróttadeild HRFÍÍþróttadeildin heldur úti námskeiðum og æfingum og keppnum í hundafimi.
Archives
October 2023
|