A-ið er stærsta tæki brautarinnar og er mjög oft það tæki sem er í mestu uppáhaldi hjá hundum, þar geta þeir hreykt sér hátt. A-ið er mjög hátt og bratt. Oft er erfitt að fá hund yfir í fyrstu atrennu en þegar hann hefur farið yfir og sér að þetta undarlega tæki snýr niður aftur er hann mjög öruggur á því.
Reglur Hundurinn verður að fara réttum megin yfir A-ið, eins og lagt er fyrir í braut. Hann verður að snerta lituðu fletina neðst báðum megin, svokallaða snertifleti. Þessir fletir eru til öryggis sem og stjórnunar.