Borðið er aðallega æfing í stjórnun hundsins. Það er sett í brautina til að stoppa hundinn, hann á að stökkva upp á það og vera kyrr í 5 sekúndur. Eigandanum er frjálst að velja í hvaða stöðu hundurinn er og getur hann notað tímann á meðan hundurinn er á borðinu til að færa sig í betri stöðu innan brautar ef hann er öruggur á borðinu.
Reglur Hundurinn má stökkva upp á borðið af þremur hliðum en hann fær villu fyrir að fara upp á það á mótstæðri hlið, þ.e. ef hann fer alveg fram hjá því eða undir borðið og upp á það á öfugri hlið m.v. hver stefnan var í brautinni. Hann verður að fara í sína stöðu (getur verið standandi, sitjandi eða liggjandi) og bíða rólegur á meðan dómari telur niður 5 sekúndur. Hundurinn má þó ekki fara af stað við síðustu tölu dómarans heldur við skipun stjórnanda.