Ef þú heyrir fólk segja cik&cap, zip&zap eða trick&track eða eitthvað annað skrítið í hringnum er það annað hvort ég eða einhver sem þekkir mig.
Ég hef tvær mismunandi skipanir fyrir hoppin: hop þýðir að stökkva vel yfir hoppið, með góðri teygju, afturfætur teygða langt aftur og lenda eins langt frá hoppinu og þú getur. Cik&Cap þýðir hinsvegar að stökkva með afturfæturna undir líkamanum og lenda eins nálægt öðrum vængnum, lenda í sveigju og taka af stað þegar í rétta átt (cik til vinstri og cap til hægr).
Af hverju mismunandi skipanir fyrir hopp ? Þetta eru tvær algjörlega mismunandi hegðanir, þess vegna þarf ég tvö algjörlega ólík nöfn á þær. Þetta er annar hoppstíll og helst ættu allir hundar að geta hoppað með báðum aðferðum, en í raunveruleikanum gera þeir það ekki. Sumir hoppa alltaf með lappirnar undir líkamanum og hafa þess vegna náttúrulega góðar beygjur, en tapa tíma í beinum línum. Aðrir hoppa teygðir og græða tíma á beinum línum en tapa honum á þéttum brautum með fullt af beygjum.
Hvernig fáum við bæði ? Með því að kenna hvolpi að nota líkaman á sér, með því að kenna honum eins mörg brögð og þér dettur í hug ! Ef þú lest um “okkar þjálfun” sérðu hversu mikla áherslu ég legg á að kenna brögð, ég lít á það sem mikilvægasta hlut hundafiminnar. Ég vissi þetta ekki þegar ég byrjaði að kenna La brögð, ég gerði það bara af því að ég elska að leika við hunda og brögð var eitthvað sem ég gat gert hvar sem er, hvenær sem er, þegar ég hafði 10 mínútur. Ég gerði það sama við Bu, bara af því að við elskum það allar. Svo reyndist hún líka hafa frábæra stökkhæfileika... Og allir hundar vina minna, sem ég dundaði mér við að kenna brögð, hafa líka góða stökkhæfileika. Þá fór ég að hugsa að það hlyti að vera einhver tenging. Einu tveir hundarnir sem voru í tímum hjá mér (Border Collie og Beauceron) sem höfðu hoppvandamál komu til mín sem fullorðnir hundar og höfðu ekki hlotið neina þjálfun þar áður, þeir kunnu einungis almenna hlýðni. Núna skil ég þetta allt, auðvitað höfðu þeir hoppvandamál, þeir höfðu ekki hugmynd um að þeir hefðu afturfætur.
Meir brellur, betra líkamsskyn, betri hopphæfileikar. Ef þú hefur þetta ekki munu cik&cap ekki hjálpa, svo sjáðu til þess að hundurinn geri sér vel grein fyrir afturhluta líkama síns, geti hoppað og séu í góðu líkamlegu formi. Ef þú hefur þetta allt er cik&cap auðvelt, en það krefst endurtekninga svo ekki flýta þér neitt þegar þú þjálfar það, og þjálfaðu það frá byrjun, þú getur ekki byrjað að þjálfa það á hoppum í fullri hæð
Cik&cap voru upphaflega skipanir um að fara hringinn í kringum fæturna á mér í aðra hvora áttina, annað hvort með því að vefa áttur í gegnum fæturna eða fara hægri eða vinstri hringi í kringum báða fæturna á mér. Ég notaði þessar skipanir líka til að senda hundinn í burtu frá mér til að hlaupa hringinn í kring um annan hlut, tré, stól, eða kanski bara væng af hoppi. Enga stöng, bara væng – sem er sérstaklega mikilvægt ef að hundurinn hefur þegar hlotið þjálfun í hundafimi. Eins og þú veist alhæfa hundar sjaldan, svo þú verður að gera vænginn eins og hvern annan hlut sem hundurinn hleypur í kringum áður en þú bætir við stönginni – fyrst á jörðinni, svo hærra og hærra (um 2 cm fyrir litla hunda, 5 cm fyrir stóra hunda) – jafnvel, eða sérstaklega ef hundurinn er þegar farin að hoppa í fullri keppnishæð. Fylgstu með því ef hundurinn fer að stökkva teygður og lækkaðu þá strax hæðina, eini tilgangur cik&cap er að segja hundinum hvernig þú villt að hann hoppi.
Og mundu: ef þú villt segja hundinum hvernig hann á að hoppa verður þú að gera það ÁÐUR en hann stekkur. Eftir að hann stekkur er það of seint, lendingarstaðurinn er ákvarðaður þegar hann stekkur og ef þú villt breyta honum verður þú að hafa einstaklegan hæfileikaríkan hund (ég myndi giska að 1 hundur af 300 hundum sé fær um að gera þetta) annars áttu hættu á því að fella stöng.
Það er ótrúlegt hversu margir gleyma þessu. Að gefa skipunina of seint eru algengustu mistök sem ég sé hjá fólki sem er að byrja að nota cik&cap. Önnur algengustu mistökin er að fara sér of hratt í þjálfuninni, það eina sem hundurinn lærir er að hoppa venjulega og koma svo til baka þegar hann ætti að safna sér saman og hoppa þannig að hann sé þegar á leið í rétta átt þegar hann lendir. Að byrja bara á því að nota skipanirnar án þess að leggja á sig þjálfunina gerir ekki neitt, treystu mér.
Því minni sem hundurinn er og því styttra sem hann hoppar, þeim mun minna áríðandi er cik&cap. En almennilega þjálfað cik&cap hjá venjulegum BC mun taka að minnsta kosti 1 til 2 sekúndur af brautartímanum ykkar (fer eftir brautinni) – ef þú gefur hundinum skipunina í tíma auðvitað. Hún segir hundinum líka hvert hann er að fara næst þegar líkaminn er ekki alveg að benda í rétta átt af einni eða annarri ástæðu, þetta gefur brautinni betra flæði og gerir beygjurnar skemmtilegri – beygjur verða jafnvel meira hvetjandi fyrir hundinn en beinar línur. La finnst t.d. beinar línur hreinlega leiðinlegar, því fleiri beygjur því oftar vinnur hún. Sterkasti punktur Bu eru líka beygjur. Þær virka kannski hægari af því að hún er ekki út um allt, en þegar þú skoðar tíman sérðu að það er betra að vera ekki út um allt.
En mundu: þjálfaðu þetta frá byrjun og farðu þér hægt, þú nærð engum árangri ef þú ert að flýta þér. Og þegar þú ferð að nota þetta í braut notaðu það á meðan það hjálpar. Ef hundurinn er þegar kominn í loftið er það of seint. Gengur bara betur næst.
Og til að sýna hinar tvær mismunandi gerður, eru hérna nokkrar myndir af Bu að sýna hvernig þetta virkar.
Flatt stökk - full extension
Hin fimm stig cik þýða fyrir hundinn að 1. Alveg sama frá hvaða átt þú kemur 2. Skaltu bara taka á loft nálægt vængnum 3. Hoppa utan um vænginn eins nálægt og þú getur 4. Með afturfæturna undir þér 5. Lenda eins nálægt vængnum og þú getur og snú þá þegar í rétta átt
Á myndunum má sjá að hundurinn beygir í 180°, sem er ekki svo auðvelt.
Myndirnar eru teknar af Andraz Cerar
Um höfund
Silvia Trkman er orðin heimsþekkt í hundafimiheiminum. Hún og hundurinn hennar La eru margfaldir heimsmeistarar í hundafimi. Hún býr Slóveníu með hundunum sínum þermur, Lo(Vedette of the Gloaming) og La(Simply The Best de Loubajac) eru Pyrenian sheepdog og Border Collie Bu (Even Sweets Granting Pleasure). Hún hefur keppt á heimsmeistaramótum með 3 mismunandi hunda og tekið þátt í hverju móti síðan 1997.