Margar gerðir hundaíþrótta eru stundaðar út um allan heim sem fyrirfinnast ekki á íslandi í dag. Hérna er smá yfirlit yfir eitthvað af því sem áhugavert er að kynna sér, en listinn er ekki tæmandi.
Flyball
Flyball, eða flugbolti lýkt og mætti yfirfæra það yfir á íslensku, er hröð íþrótt. Þetta er liðakeppni tveggja liða sem hlaupa braut og tekinn er tími, það lið sem er fljótast vinnur. Brautinn inniheldur 4 hopp og kassa í enda brautarinn, þegar hundurinn hoppar á kassan skýst út tennisbolti, sem hundurinn grípur og hleypur með á fullri ferð til baka. Í hverju liði eru 4 hundar og er ekki óalgengt að liðin innihaldi 3 stóra hunda og einn lítinn, þar sem hæð hindrananna er miðuð við hæði minnsta hundsins í liðinu. Íþróttin er boðhlaup þar sem brautin er 15,5 metrar á lengd, fyrsta hoppið er eftir 1,8 metra og svo eru 3 metrar á milli hoppanna og svo 4,5 metrar í boltaboxið. Hver hundur verður að skila boltanum alla leið yfir byrjunarlínuna áður en næsti hundur fer yfir hana. Ákjósanlegast er að þeir mætist nef í nef á byrjunarlínunni. Það lið sem hefur besta tíman og hlaut engar villur vinnur riðilin. Villur dæmast á lið ef hundur missir boltan eða ef hundi er sleppt of snemma.
Þessi íþrótt er einstalega skemmtileg áhorfs, hröð og spennandi og fljótustu liðin eru að klára þetta á undir 20 sekúndum.
Disc dog er almennt heiti á því sem venjulega er kallað Frisbee dog, en “Frisbee” er vörumerki og því er það ekki notað. Í disc dog keppa hundur og eigandi meðal annars í “distance catching” og “freestyle catshing”. Íþróttin byggir á sambandinu á milli hunds og eiganda með því að leyfa þeim að vinna saman. Hundar af öllum gerðum geta elt Frisbee disk. Margir heimsmeistarar hafa verið blendingar og sumir voru hundar sem var bjargað úr hundabyrgjum.
Skijoring er vetraríþrótt sem þar sem hundur, eða hestur dregur mann á skíðum. Íþróttin er dregin af Skandinavísku íþróttinni pulka, en afbrigði af henni er enn stundað í Skandinavíu. Einn til þrír hundar eru í dráttarbeislum og tengdir við mann á skíðum, en hann er í ákveðnu belti sem hundarnir eru festir við. Hundarnir veita skíðamanninum aukinn kraft og getur hvaða hundur sem er sem náð hefur eins árs aldri dregið, spitz tegundirnar hennta einkar vel í þessa íþrótt en líklegustu og ólíklegustu tegundir hafa sést draga skíðamann. Hinar hefðbundnu sleðaskipanir (Hike = áfram , Gee og Haw = hægri og vinstri , woa = stopp) eru notaðar í þessu en best er að vera búinn að kenna þær áður en maður stígur á skíðin til að lenda síður í því að vera dregin á tré og aðra hluti sem gætu orðið á veginum.
Bikejoring er skyld skijoring, en er ekki stunduð í snjó. Í þessari íþrótt er 1-3 hundar tengdir við hjól og fara fyrirfram ákveðna braut á tíma. Yfirleitt er farið um náttúrustíga og sjaldnast á malbiki til að vernda fætur hundanna. Það sama tíðkast með bikejoring og skijoring, hundarnir draga á skipun og eru þá hinar hefðbundnu dráttarskipanir notaðar. Það getur skipt töluverðu máli hvar hundurinn er festur við hjólið til að hann hafi sem minnst áhrif getu mannsins að stýra reiðhjólinu en yfirleitt eru þeir hafðir nægilega langt beint fyrir framan hjólið til að engin áhætta sé á því að óvart hjóla á hundinn. Margir stunda þetta sport án þess að gera sér grein fyrir því að þetta sé í raun íþrótt enda er þetta afbragðs góð leið til að halda hundum í góðu formi. Hún er orðin ansi vinsæl um alla Evrópu þar sem hægt er að keppa í nokkrum mismunandi vegalengdum. Ekki er sniðugt að binda hund og mann saman þar sem ef eitthvað kemur upp á þá er ekki sniðugt dragast á eftir kappsömum hundi eða hundum, það er miklu auðveldara að endurnýja hjólið. Bikejoring tenglar
Canicross er samblanda af víðavangshlaupi og dráttaríþrótt. Þessi íþrótt nær sífellt auknum vinsældum enda þarf mjög lítin útbúnað, bara beisli, línu, belti og hund. Þetta er í raun keppni í því að fara út að skokka með hundinn sinn, en hundurinn veitir eigandanum aukinn kraft til að halda út á hlaupum í langan tíma. Ekki er ráðlegt að vera með marga hunda og er algengast að einungis sé notaður einn hundur. Þetta er í raun breiðasta hundasport sem stundað er í dag því allar tegundir, algjörlega óháð stærð og gerð geta tekið þátt. Einnig er mjög þægilegt að beita þessu við fjallgöngur, því oft munar mann ekkert um það að fá smá aukakraft í brekkunum.
Heelwork to music og FreestyleHeelwork to music er önnur gerðin af því að dansa við hundinn sinn. Þessi útfærsla byggist á hælgöngu ásamt öðrum brellum sem hundurinn gerir mjög nálægt eiganda sínum. Eiganda er alveg frjálst að velja tónlist og setja saman atriði og er gefin einkunn eftir frumleika og erfiðleika æfinga meðal annars. Heelwork to music kom á undan Freestyle en Freestyle er frjálsari útfærsla af svipuðu hugtaki. Freestyle atriði eru oftar en ekki íburðarmeiri og að mörgu leiti flóknari en Heelwork to Music og er mjög gott að hafa góða fjarlægðastjórnun fyrir freestyle vinnu. Í þessari vinnu er ekkert ómögulegt og skiptir miklu máli að hafa gott ýmindunarafl þegar kemur að uppsetningu á atriði, vali á búningum og fleiru. Þetta er einstaklega áhorfendavænt og vel hægt að gleyma sér í langan tíma við að horfa á svona atriði.