Vegasaltið Þetta tæki er oftast það sem erfiðast getur reynst að kenna stjórnanda hundsins. Hundurinn verður oft hræddur þegar það hreyfist í fyrsta sinn og þá skiptir miklu máli fyrir stjórnanda hundsins að halda ró sinni og leiðbeina hundinum yfir í rólegheitum. Hundurinn hleypur upp á tækið, stoppar meðan það veltur og hleypur svo niður. Ef vegasaltið er kennt rétt og fumlaust þá eru hundarnir yfirleitt fljótir að ná því.
Reglur Hundurinn verður að fara réttum megin yfir vegasaltið og snerta lituðu fletina á báðum endum svokallaða snertifleti, Þessir fletir eru til öryggis og jafnframt stjórnunar. Hundurinn má ekki fara af vegasaltinu fyrr en það hefur snert gólfið. Stjórnandi hundsins má hvorki snerta hundinn né tækið.